Stöðupróf
 í íslensku sem öðru máli

Rafrænt hæfnimiðað stöðumat í íslensku sem öðru máli

Í byrjun árs 2024 gerðu mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands með sér samstarfssamning um þróun rafræns hæfnimiðaðs stöðumats í íslensku sem öðru máli.

Rafrænt hæfnimiðað stöðumat sem byggist á Evrópska tungumálarammanum einfaldar mat á íslenskukunnáttu, bæði fyrir innflytjendur og fagaðila sem framkvæma matið. 

Stöðumat á íslenskukunnáttu innflytjenda mun nýtast menntakerfinu, atvinnulífinu en fyrst og fremst öllum þeim sem tala íslensku sem annað mál. Slíkt stöðumat er mikið hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag og réttlætismál fyrir innflytjendur.

Fréttir