Kynningarfundur með Ísbrú – félagi kennara sem kenna íslensku sem annað mál

Ísbrú – félag kennara sem kenna íslensku sem annað mál heimsótti Eddu fimmtudaginn 17. október. Heimsóknin hófst með skoðunarferð um bygginguna og að því loknu voru haldnar kynningar á starfsemi námsbrautar í íslensku sem öðru máli, kennsluaðferðum og rannsóknum á fræðasviðinu. Þróun rafræns hæfnimiðaðs stöðumats í íslensku sem öðru máli sem byggist á Evrópska tungumálarammanum var kynnt og félagar Ísbrúar hvattir til að auglýsa yfirstandandi rittextasöfnun meðal sinna skjólstæðinga. Fulltrúar Ísbrúar kynntu að lokum starfsemi sína fyrir starfsfólki námsbrautarinnar og hvöttu það til að ganga í félagið. Dagskránni lauk með spjalli yfir kaffiveitingum á efstu hæð Eddu.

Dagskrá

  • Sigríður Kristinsdóttir: leiðsögn um Eddu
  • Kolbrún Friðriksdóttir: BA-nám í íslensku sem öðru máli, MA-nám í annarsmálsfræðum, rannsóknir á Icelandic Online
  • Gísli Hvanndal Ólafsson: Íslenska sem annað mál, hagnýtar námsleiðir
  • Brynja Þorgeirsdóttir: Hverjir eru nemendur okkar í BA-náminu?
  • Helga Jónsdóttir: Stöðupróf í íslensku – Evrópski tungumálaramminn
  • María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir: Röð málfræðiatriða í kennslu íslensku sem annars máls
  • Stefanie Bade: Viðhorf nemenda til kennara með og án íslensku að móðurmáli
  • Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir: Íslenskuþorp í leikskólum um land allt
  • Védís Ragnheiðardóttir: Starfendarannsóknir sem þáttur í kennsluþróun
  • Ísbrú: kynning á félaginu