Íslenskupróf

ECML vinnustofa um Evrópska tungumálarammann og prófagerð

Sérfræðingar frá Evrópsku tungumálamiðstöðinni í Graz (ECML), þau Gábor Szabó og Rita Juknevičienė, heimsóttu Háskóla Íslands dagana 13.-15. maí  og stýrðu þar þriggja daga vinnustofu í gerð tungumálaprófa innan ramma Evrópska tungumálarammans. Námskeiðið var skipulagt af Gísla Hvanndal Ólafssyni, verkefnisstjóra námsbrautar í hagnýtri íslensku við Háskóla Íslands, sem fer fyrir starfshópi um þróun rafræns hæfnimiðaðs stöðumats í íslensku sem öðru máli. 

Alls sóttu sextán tungumálakennarar og sérfræðingar í námsefnis-  og prófagerð og málvísindum vinnustofuna, en hún er hluti af áætlun ECML sem gengur undir nafninu „Relating language curricula, tests, and examinations to the Common European Framework of Reference“ (RELANG). Fengu þátttakendur alhliða þjálfun í hæfniþrepum Evrópska tungumálarammanns og innsýn í mikilvæga þætti til að tryggja áreiðanleika í stöðumati og prófagerð.