Háskóli Íslands býður þeim sem hafa íslensku sem annað mál að þreyta íslenskupróf, laugardaginn 2. nóvember. Í prófinu verður ritfærni í íslensku metin innan Evrópska tungumálarammans – CEFR.
Þátttakendur:
- skrifa stuttan texta um almennt efni sem verður úthlutað á staðnum,
- fá senda leiðrétta útgáfu af textanum,
- fá senda staðfestingu frá Háskóla Íslands á því hvaða stigi þeir hafa náð í ritaðri íslensku (A2-B2).
Prófið tekur að hámarki 60 mínútur og boðið verður upp á léttar veitingar.
Þátttakendur þurfa að lágmarki að vera á stigi A2 í íslensku, sem samsvarar stigi 4 í íslenskum málaskólum.
Prófið fer fram í Háskóla Íslands, á Háskólatorgi í stofu HT-102 (kjallara), Sæmundargötu 4, 102 Reykjavík (kort).
Nánari upplýsingar gefur Isidora Glišić, isidora@hi.is
Hægt er að skrá sig á íslensku hér eða á ensku hér.
Hægt er að sækja auglýsingu um viðburðinn hér.