Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hafa undirritað samning um að þróa rafrænt stöðumat í íslensku fyrir innflytjendur. Um er að ræða hönnun á stöðluðu prófi á netinu til að meta hæfni í íslensku samkvæmt staðli Evrópska tungumálarammans sem notaður er til að meta færni í tungumálum.
Samhliða stöðumatinu verður þróað rafrænt stuðningsefni til að efla grunnhæfni í íslensku sem öðru máli og skal það standa öllum til boða á netinu.