Íslenskupróf

Um verkefnið

Rafrænt hæfnimiðað stöðumat í íslensku sem öðru máli

Í byrjun árs 2024 gerðu mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands með sér samstarfssamning um þróun rafræns hæfnimiðaðs stöðumats í íslensku sem öðru máli.

Rafrænt hæfnimiðað stöðumat sem byggist á Evrópska tungumálarammanum einfaldar mat á íslenskukunnáttu, bæði fyrir innflytjendur og fagaðila sem framkvæma matið. 

Stöðumat á íslenskukunnáttu innflytjenda mun nýtast menntakerfinu, atvinnulífinu en fyrst og fremst öllum þeim sem tala íslensku sem annað mál. Slíkt stöðumat er mikið hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag og réttlætismál fyrir innflytjendur.

Evrópski tungumálaramminn

Grundvöllur fyrir gerð rafræns hæfnimiðaðs stöðumats í íslensku sem öðru máli er skilgreining á viðmiðum Evrópska tungumála-rammans með tilliti til íslensku.

Skilgreining rammans er hluti af sameiginlegu átak HÍ, HR, HA og Háskólans á Bifröst, til að styrkja stöðu íslenskunnar í samfélaginu, sem styrkt var af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í byrjun árs 2023. 

Sú rannsóknarvinna mun skapa grunn og stuðla að samræmingu í námskrárgerð, námsefnisgerð, námsmati og markvissari kennslu í íslensku sem öðru máli.

Þekking á annarsmálsfræðum og máltækni

Við Hugvísindasvið Háskóla Íslands hefur verið mikill áhugi á að þróa stöðumat og hvergi annars staðar er jafn mikilli þekkingu og reynslu til að dreifa á sviði annarsmálsfræða. Hópurinn þróaði nokkur rafræn stöðupróf á stigum A1 til B2 skv. Evrópska tungumálarammanum þegar 500 nemendur sóttu sumarnámskeið í Háskóla Íslands 2020 og 2021.

Sérfræðingar á sviði máltækni við Hugvísindasvið hafa starfað náið með öðrum sérfræðingum við Háskólann í Reykjavík og Árnastofnun í rannsóknum og kennslu. Meðal annars hefur verið unnið að þróun á sjálfvirkri yfirferð á ritsýnum, forritum til að læra íslensku.

Edda hús íslenskunnar

Verkþættir

Helstu þættir verkefnisins eru:

1) Kortlagning – söfnun upplýsinga

2) Grunnvinna – aðlögun íslensku að Evrópska tungumálarammanum

3) Gerð rafrænna stöðuprófa sem sýna færni próftaka miðað við þrjú þrep Evrópska tungumálarammans

4) Framkvæmd prófanna og uppfærsla þeirra