Úthlutun til Íslensku- og máltæknikjarna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, úthlutaði í byrjun árs 2023 yfir milljarði króna til aukins samstarfs háskóla með það að markmiði að auka gæði námsins og samkeppnishæfni skólanna. 

Verkefnið Íslensku- og máltæknikjarni, sem er sameiginlegt átak HÍ, HR, HA og Háskólans á Bifröst, hlaut 100 m.kr. til að styrkja stöðu íslenskunnar í samfélaginu. 

Í gegnum átakið verður meðal annars unnið að skilgreiningu og stöðlun Evrópska tungumálarammans fyrir íslensku, en sú vinna er grundvöllur fyrir þróun rafræns hæfnimiðaðs stöðumats í íslensku sem öðru máli.

Sjá nánar í frétt á vef Stjórnarráðsins.